UM OKKUR

Hvellur

Hvellur hefur verið brautryðjandi á sölu á reiðhjólum fyrir alla fjölskylduna svo og keppnisfólk.

Hvellur er fyrirtæki sem byggir á gömlum merg. Upphaflega var um að ræða verktakafyrirtæki á Grenivík í eigum þeirra frænda Ásgeirs Kristinssonar og Óskars Valdemarssonar.

Á árinu 1988 skildu leiðir þeirra frænda og Óskar flutti í höfuðborgina og rak sitt fyrirtæki fyrst í Súðarvogi 36, því næst á Smiðjuvegi 30, síðan var flutt að Smiðjuvegi 4c og loks að Smiðjuvegi 8 græn gata. Þann 2 Maí 2005 flutti fyrirtækið enn einu sinni og þá aftur á gamlar slóðir eða í Súðarvog 6 í Reykjavík, dvölin þar var ekki löng því 5. Október 2007 flutti Hvellur á Smiðjuveg 30 (rauð gata) í Kópavogi.

Áræðni og dugnaður Óskars var vel þekkt í viðskiptalífinu – en örlgögin höguðu því þó þannig að hann varð heilsu sinnar vegna að láta af öllum viðskiptum. Hvellur.com varð til í kjölfarið enda viðskipti á netinu að verða vaxandi þáttur í daglegu lífi fólks – nánast hvar sem er í heiminum.

Hvellur hefur verið brautryðjandi á sölu á reiðhjólum fyrir alla fjölskylduna svo og keppnisfólk. Í upphafi flutti Hvellur inn og setti saman reiðhjól m.a. frá Trekkingfox og Icefox, sem var eigið vörumerki okkar. Með breyttum tímum hóf Hvellur árið 2006 innflutning á Fuji reiðhjólum, Fuji er upprunalega Japanskt merki sem hóf fjöldaframleiðslu á reiðhjólum fyrir almenning árið 1899. Í dag er Fuji einn af fremstu hjólaframleiðendum í Ameríku og er leiðandi í hönnun keppnisreiðhjóla. Hvellur hefur einnig flutt inn og þjónustað Puky jafnvægishjól og þríhjólin vinsælu frá Þýskalandi, hjólin eru framleidd á vernduðum vinnustað.

Hvellur er stærsti aðili í innflutningi á snjókeðjum fyrir allar gerðir farartækja. Keðjuviðgerðir eru stór hluti af rekstri okkar. Vinnuvélaeigendur þekkja þær „grænu góðu“ snjókeðjurnar frá OFA í Finnlandi, vandaðar krossbandakeðjur smíðaðar úr eðalstáli.

Með þessum heimasíðum viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að ná til upplýsingar um vörur okkar og þjónustu. Framkvæmdastjóri og eigandi Hvells er Guðmundur Tómasson en hann og fjölskylda hans keypti fyrirtækið 15. janúar 2004.

HVELLUR – G. Tómasson ehf

Kt.: 550104-2960
Köllunarklettsvegur 4 (bakhús)
104 Reykjavík
Sími 577 6400
hvellur@hvellur.is
VSK-númer: 81591